Kostnaður vegna skoðana á öryggisstjórnun nýrra rafverktaka
28.01.2004
Löggildingarstofa hefur ákveðið að framvegis greiði rafverktakar sjálfir fyrir skoðanir á öryggisstjórnun vegna nýrra löggildinga.
Þrátt fyrir að lög nr. 146/1996 um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga kveði á um að rafverktakar skuli sjálfir greiða fyrir þessar skoðanir hefur Löggildingarstofa til þessa gert það í ljósi þess að um innleiðingu nýs kerfis væri að ræða. Þetta er einnig gert til samræmis við það sem gildir um aðra aðila sem skylt er hafa öryggisstjórnun.