Fara yfir á efnisvæði

Verðmerkingar í ísbúðum

18.07.2012

Neytendastofa gerði athugun á verðmerkingum í 15 ísbúðum á höfuðborgarsvæðinu eftir ábendingu frá neytanda um að verðmerkingum væri ábótavant í ísbúðum. Kannað var hvort verðskrár væru til staðar og hvort allar söluvörur væru verðmerktar.

Af 15 ísbúðum voru 10 þeirra með allar verðmerkingar í lagi. En Ísbúðin Garðabæ, Ísbúðin Háaleiti, Ísbúðin Smáralind, Ísfólkið og Ísgerðin þurftu að bæta verðmerkingarnar og var þeim gefin frestur til úrbóta.

Þegar farið var aftur í þessar fimm ísbúðir til að athuga hvort að þær hefðu farið að tilmælum Neytendastofu höfðu fjórar verslanir lagfært allar verkmerkingar.  Ísbúðin Háaleiti var eina ísbúðin sem fékk athugasemdir í seinni heimsókninni en þar hafði hluti af söluvörum verið verðmerktur en vörur í kæli ásamt kökuþjónustu voru enn án merkinga. 

Verðmerkingar eiga að vera í lagi til að tryggja gagnsæi í verðupplýsingum, það bæði auðveldar neytendum að gera verðsamanburð og stuðlar að sanngirni og samkeppni á markaðnum.

Neytendastofa mun halda áfram verðmerkingaeftirliti sínu og gera athugun hjá fleiri verslunum. 
Neytendur geta komið ábendingum á framfæri á heimasíðu Neytendastofu á vefslóðinni www.neytendastofa.is

TIL BAKA