Fara yfir á efnisvæði

Rapex - tilkynningakerfi

22.04.2009

Rapex er tilkynningakerfi þar sem koma fram ábendingar til allra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu varðandi allar hættulegar vöru aðra en matvæli, lækningavörur og  lyf.
Á árinu 2008 tók Neytendastofa við tæplega 1900 erlendum tilkynningum um hættulegar vörur á markaði í Evrópu í gegnum Rapex-tilkynningakerfið. Af þeim vörum sem markaðseftirlitið kannaði út frá tilkynningum fundust einungis fjórar á markaði hér landi. Vörurnar voru í framhaldi af því innkallaðar af framleiðendum og söluaðilum og þurfti Neytendastofa því ekki að grípa til aðgerða.

Á hverjum föstudegi er birt vikulegt yfirlit yfir hættulegar vörur  sem tilkynntar hafa verið í ríkjunum.  Þetta vikulega yfirlit veitir allar upplýsingar um vöruna, mögulega hættu og hvaða aðgerða var gripið til.

Hægt er að skoða vikulegt yfirlit hér.

 

TIL BAKA