Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun um dagsektir

31.05.2011

Neytendastofa hefur lagt dagsektir á Karl Jónsson þar sem hann hefur ekki afskráð lénin logsatt.is og lögsátt.is hjá ISNIC, eins og honum bar skv. úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 18/2010, dags. frá 24. mars 2011.

Í úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála kemur fram að Karli Jónssyni er bönnuð notkun lénanna logsatt.is og lögsátt.is með vísan til ákvæða laga nr. 57/2005, um viðskiptahætti og markaðssetningu.

Þar sem Karl Jónsson hefur ekki farið að úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála lagði Neytendastofa dagsektir á Karl Jónsson að fjárhæð kr. 50.000 á dag að fjórtán dögum liðnum þar til farið yrði að ákvörðun stofnunarinnar.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér. 

TIL BAKA