Neysluviðmið fyrir heimili á Íslandi
07.02.2011
Velferðarráðherra Guðbjartur Hannesson hefur í dag opnað á vef velferðarráðuneytisins reiknivél þar sem einstaklingar geta mátað sig að neysluviðmiðunum í samræmi við eigin aðstæður. Neysluviðmið fyrir íslensk heimili er stór áfangi til að efla vitund neytenda um útgjöld heimilanna.
Neytendastofa vill hvetja neytendur til að halda eigið heimilisbókhald um eigin tekjur og útgjöld þannig að þeir geti borið sig saman við raunútgjöld íslenskra heimila eins og þau eru sett fram í reiknivél um neysluviðmið. Ábyrgð og yfirsýn í fjármálum heimilanna eflir fjármálalæsi neytenda til framtíðar og neytendavernd almennt.
Neytendastofa mun hafa tengil á reiknivélina á heimasíðu sinni.