Neytendastofa sektar Betra bak
13.04.2012
Neytendastofa hefur lagt 300.000 kr. stjórnvaldssekt á verslunina Betra fyirr að hafa auglýst heilsudýnur á tilboðsverði lengur en heimilt er samkvæmt þeim reglum sem gilda um útsölur og aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu verði.
Umræddar vörur hafði Betra bak boðið á sama afsláttarverðinu í að minnsta kosti í fimmtán vikur. Þegar vara hefur verið auglýst á lækkuðu verði í sex vikur er ekki lengur um tilboð að ræða og þótti Neytendastofu af þessu tilefni nauðsynlegt að leggja stjórnvaldssekt á fyrirtækið.
Ákvörðunin er nr. 17/2012 og má nálgast hér.