Fara yfir á efnisvæði

Toyota á Íslandi innkallar bifreiðar

04.02.2011

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi 22 bifreiðar af gerðinni Lexus IS 250 vegna  hugsanlegrar losunar á þéttingum við loka í eldsneytiskerfinu sem orsakað getur leka. Ennfremur verða innkallaðar 321 bifreið af Toyota Avensis þar sem þreyta í röri og los á pakkningu á loka í eldsneytiskerfi getur orsakað leka. Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf eða haft samband við þá símleiðis.

TIL BAKA