Einingarverð vöru
Þar sem úrval af vörum er oft mikið getur verið erfitt að átta sig á hagkvæmustu kaupunum. Kröfur eru gerðar til seljenda um að þeir sýni fullt verð, þ.m.t. virðisaukaskatt, þegar þeir selja vörur til neytenda. Vörur sem seldar eru í lausasölu, á borð við ávexti og grænmeti eða eldsneyti verða að tilgreina mælieiningarverð til dæmis verð á kíló eða lítra. Þetta auðveldar neytendum að gera raunhæfan verðsamanburð á milli seljenda.
Mælieiningarverð auðveldar neytendum að bera saman verð á sölustað og gefur þeim möguleika á því að bera saman vöruverð óháð eðli og magni vörunnar. Þannig getur mælieiningarverð komið að notkun við:
• val á milli pakkningastærða sömu vöru,
• samanburð á vöruverði frá hinum ýmsu framleiðendum sömu vörutegundar,
• val á mismunandi vörutegundum og
• við val á vöru með mismunandi eðliseiginleika.
Í fyrsta lagi eiga neytendur að geta séð hvort sé hagkvæmara að kaupa litla eða stóra pakkningu af vörunni. Það er ekki sjálfgefið að sú stærri sé hagkvæmari þó hún sé það í mörgum tilfellum.
Í öðru lagi eiga neytendur á auðveldan hátt að geta borið saman vöruverð frá ýmsum framleiðendum sömu vöru óháð magni. Til dæmis getum við borið saman kílóverð frá framleiðanda A við kílóverð frá framleiðanda B jafnvel þótt magnið sé ekki það saman.
Í þriðja lagi er hægt að notað mælieiningarverðið við val á milli mismunandi/ólíkra vörutegunda. Það er til dæmis hugsanlegt að bera saman kílóverð á kartöflum og hrísgrjónum eða hrísgrjónum og spaghetti.
Í fjórða lagi er hægt að bera saman lítraverð á safa sem tilbúinn til drykkjar við lítraverð á djúsi sem þarf að þynna út með vatni svo dæmi sé tekið.
Þá er einnig vert að benda á að þegar verslanir auglýsa verð vöru, t.d. í dagblöðum eða í bæklingi þá er skylt að gefa upp mælieiningarverð vörunnar þ.e.a.s. kíló eða lítraverð vörunnar auk verðs