Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi
12.03.2010
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu nr. 24/2009 þar sem Íslenska gámafélaginu var bönnuð notkun á léninu gamur.is. Áfrýjunarnefndin taldi orðið almennt og lýsandi fyrir þjónustu aðilanna og því gæti Gámaþjónustan ekki notið einkaréttar á orðinu. Íslenska gámafélaginu er því heimilt að nota lénið gamur.is.
Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér