Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á Little People dúkku

11.08.2010

Fréttamynd

Neytendastofa vekur athygli á innköllun leikfangs frá Fisher-Price. Um er að ræða dúkku sem fylgir leikfangasettinu Little People - Play ´n Go Campsite og ber þar nafnið Sonya Lee.

Ástæða innköllunarinnar er hætta á að dúkkan geti brotnað í tvennt og að þá verði smáhlutur laus sem getur valdið köfnun hjá ungum börnum. Eingöngu er um að ræða þær dúkkur sem hafa beygjanlegt mitti og líta út eins og sýnt er á myndinni.

Viðkomandi leikfangasett hafa ekki verið seld á Íslandi svo vitað sé en þau kunna að hafa borist eftir öðrum leiðum til landsins.

Neytendastofa hvetur eigendur viðkomandi leikfanga til hætta notkun þeirra og afla frekari upplýsinga hér.

Á vef Mattel má einnig finna upplýsingar um öll önnur leikföng sem innkölluð hafa verið á vegum fyrirtækisins. Sjá nánar mattel.com

TIL BAKA