Fara yfir á efnisvæði

Vörur úr gulli, silfri, platínu og palladíum

22.07.2011

Fulltrúar Neytendastofu hafa í sumar verið að kanna ástandi verðmerkinga og ábyrgðastimpla vegna sölu skartgripa úr eðalmálmum á höfuðborgarsvæðinu. Tilgangurinn er að fá yfirlit yfir hvernig staðan er varðandi lögbundna stimpla á skartgripum unnum úr eðalmálmum og ástandi verðmerkinga.

Að gefnu tilefni við Neytendastofa brýna fyrir neytendum að athuga hvort að það séu ábyrgðastimplar á vörunni, ef varan er úr eðalmálmum. Stimplarnir sem eiga að vera eru nafnastimpill og hreinleikastimpill.  Nafnastimpill auðkennir framleiðanda, seljanda eða innflytjanda vöru þannig að hægt sé að rekja uppruna hennar. Hreinleikastimpill segir til um þann hreinleika sem seljendur lofa við sölu á vörunni. En hann er þriggja tölustafa stimpill sem sýnir hversu mikið magn af hreinu gulli, silfri, platínu eða palladíum er í viðkomandi vöru.  Sem dæmi ef að hreinleikastimpillinn er 585, þá inniheldur varan 58,5% af hreinu gulli.

Neytendur geta því gengið úr skugga um það að skartgripur innihaldi í raun það magn af hreinum eðalmálmi sem seljandi heldur fram með því að athuga hvort hreinleikastimpill sé á skartgripnum og hver hreinleikinn sé samkvæmt stimplinum. Með nafnastimplinum er hægt að rekja ábyrgðaraðila vörunnar.

Ábendingum vegna rangra eða ófullnægjandi merkinga má koma til Neytendastofu í gegnum rafræna Neytendastofu. Þessir ábyrgðarstimplar

TIL BAKA