Fara yfir á efnisvæði

Eftirlit með POS vogarkerfum búðarkassa

26.07.2011

Neytendastofa gerði átak í eftirliti með POS vogarkerfum búðarkassa en það eru vogir sem eru sambyggðar afgreiðslukerfi, með strikmerkjalestri, kortalesurum, hugbúnað fyrir verðútreikning og fleira. Flest eru kerfin með íslenskan hugbúnað og vottaðan af tilkynntum aðilum í Evrópu. Í einhverjum tilvikum vantaði samræmisyfirlýsingu yfir sambyggða afgreiðslukerfið sem er grundvöllur fyrir markaðssetningu og notkun POS vogarkerfis.
Rætt var við alla stóru aðilana á matvörumarkaði og átakið notað til fræðslu um leið.

Neytendastofa mun fylgja þessu átaki eftir með því að gera þær kröfur til verslunareiganda að þeir leggi fram fullgilda samræmisvottun fyrir POS vogarkerfi sem eru notkun.

TIL BAKA