Úrskurður í máli FÍA
Með ákvörðun Neytendastofu nr. 18/2012 taldi stofnunin að yfirlýsingar FÍA og forsvarsmanns félagsins við viðskiptamenn IFSA, sem settar voru fram í þeim tilgangi að fá þá til að láta af samstafi við IFSA, hafi verið brot gegn 5. gr. og 14. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Í ákvörðun stofnunarinnar kemur fram að með lögunum sé ekki komið í veg fyrir að fyrirtæki tjái sig um viðskiptahætti keppinauta en í lögunum séu þó settar ákveðnar skorður við því að slíkt sé gert með ósanngjörnum hætti eða þannig að vegið sé að keppinauti.
Áfrýjunarnefnd neytendamála komst einnig að þeirri niðurstöðu að háttsemin fæli í sér brot á lögum 57/2005. Tölvubréf dags. 17. maí 2007, 7. desember 2007 og 26. maí 2008 væru brot gegn þágildandi 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. laga nr. 57/2005. Tölvubréf dags. 11. apríl 2011 bryti gegn 5. gr. og 14. gr. laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu nr. 57/2005 sbr. lög nr. 50/2008.
Sjá úrskurð nr. 11/2012