Fara yfir á efnisvæði

Ekki er allt gull sem glóir

12.11.2008

Neytendastofa vill benda fólki á að allar vörur úr eðalmálmi sem seldar eru á Íslandi úr gulli, silfri, palladíum og platínu eiga að uppfylla lög nr. 77/2002.  Markmiðið með lögunum er m.a. að vernda neytendur fyrir svikum með því að setja reglur um að vörur úr eðalmálmi beri ábyrgðarstimpla. Um leið tryggja lögin sanngjarna samkeppni á milli innflytjenda og framleiðanda. 
Skyldumerkingar á vöru eru hreinleikastimpill og nafnastimpill. Hreinleikastimpillinn segir til um þann hreinleika sem seljendur lofa við sölu á vörunni. Nafnastimpill segir til um hver sé framleiðandi eða innflytjandi vörunnar en hann ber ábyrgð á vörunni og að hún samræmist kröfum.

Nafnastimpill auðkennir framleiðanda, seljanda eða innflytjanda vöru þannig að hægt sé að rekja uppruna hennar.
Hreinleikastimpill er þriggja tölustafa stimpill sem sýnir hversu mikið magn af hreinu gulli, silfri, palatínu eða palladíum er í viðkomandi vöru. 

Eðalmálmur

Staðlaður hreinleiki

Gull

375,  585,  750,  916

Silfur

800,  830,  925 eða 800S, 830S, 925S.

Platína

850, 900, 950   850,  900,  950 eða 850Pt, 900Pt, 950Pt.

Palladium

500,  950 eða 500Pd,  950Pd.


Í töluðu máli eru karöt stundum notað þegar mæla á hreinleika gulls, eitt karat 1/24 eða 4.1667 prósent.  Samkvæmt íslenskum lögum á ekki að merkja vörur með karötum heldur í þúsundhluta miða við þunga málmblöndunnar.  Taflan fyrir neðan segir til um hreinleika í karötum samanborið við þusundahluta af massa. Ef að vara er sögð vera 14 karöt, sem getur hreinleikin verið minni en 585 sem er minna en staðlaður hreinleiki á að vera.

Staðlaður hreinleiki gulls

Hreinleiki gulls í karötum

375

9

583,3

14

750

18

916,7

22

Neytendastofa sér um eftirlit með vörum unnum úr eðalmálmum. Stofnunin sér meðal annars um viðurkenningu og skráningu nafnastimpla. Skrá yfir viðurkennda stimpla er öllum aðgengileg á heimasíðu Neytendastofu. Stofnunin gerir athuganir á vörum unnum úr eðalmálmum á Íslandi og sér um að veita upplýsingar og fræðslu um vörur unnar úr eðalmálmum. 

 

TIL BAKA