Fara yfir á efnisvæði

Yfirumsjón lögfræðimála

Í löggjöf sem Neytendastofa annast framkvæmd á er að finna ýmis stjórnsýsluúrræði sem stofnunin getur notað til að tryggja að réttindi neytenda á starfssviðum hennar séu virt. Neytendastofa getur þannig til að mynda beitt dagsektum, stjórnvaldssektum, afturkallað hættulegar vörur af markaði, lagt bann við notkun skilmála eða við auglýsingum o.fl. Ákvarðanir stofnunarinnar eru endanlegar og stundum aðfararhæfar. Í lögum er þó oft að finna heimild fyrir aðila máls að áfrýja ákvörðunum hennar til áfrýjunarnefndar neytendamála. Endanlegar stjórnsýsluákvarðanir og úrskurði Neytendastofu samræmir stjórnsýslusvið og þær staðfestir forstjóri með undirritun sinni. Um stjórnsýsluákvarðanir og úrskurði Neytendastofu gilda ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993 svo og sérákvæði í lögum sem stofnuninni er falin framkvæmd á eftir því sem við getur átt, sjálista yfir lög sem stofnuninni er falið að framfylgja.
TIL BAKA