Fara yfir á efnisvæði

Verðmerkingar í húsgagnaverslunum

11.02.2014

Neytendastofa kannaði ástand verðmerkinga í húsgagnaverslunum höfuðborgarsvæðisins dagana 27. janúar – 4. febrúar sl. Farið var í 29 verslanir og skoðað hvort húsgögn og smávara væru merkt sem skyldi.
23 verslanir eða 79%  voru með verðmerkingar í lagi. Í fimm verslunum var verðmerkingum á húsgögnum ábótavant, það var í Dorma Holtagörðum,  
Axis-húsgögnum Smiðjuvegi, Á. Guðmundssyni Bæjarlind, Lystadún Marco Mörkinni og  Sólóhúsgögnum Gylfaflöt. Hjá aðeins einni verslun vantaði verðmerkingar á smávöru en það var í versluninni Rúm Gott Smiðjuvegi. 
Má því segja að verðmerkingar í húsgagnaverslunum hafi almennt verið góðar. Fulltrúi Neytendastofu mun fylgja skoðuninni eftir með annarri heimsókn í þessar sex verslanir og athuga hvort farið hafi verið eftir tilmælum stofnunarinnar um að bæta verðmerkingar. 
Neytendastofa stendur um þessar mundir í átaki í eftirliti með verðmerkingum. Verður því farið í eftirlitsferðir í verslanir og til þjónustuaðila á ýmsum sviðum. Við hvetjum neytendur til að vera ávallt vel á verði og koma ábendingum til stofnunarinnar á slóðinni  www.neytendastofa.is

TIL BAKA