Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa bannar Skífunni fyrirframgreiðslur án þess að tilgreina endanlegt verð

24.03.2014

Neytendastofa bannar Skífunni fyrirframgreiðslur án þess að tilgreina endanlegt verð

Neytendastofa hefur bannað Skífunni að taka við fyrirframgreiðslum frá neytendum upp í vörur án þess að endanlegs verðs sé getið. Taldi stofnunin að með háttseminni væri brotið gegn lögum og fyrirmælum Neytendastofu.

Stofnunin hafði áður beint þeim fyrirmælum til Gamestöðvarinnar að bjóða ekki neytendum að greiða inn á tölvuleiki án þess að gera þeim grein fyrir því hvert endanlegt verð tölvuleiksins yrði. Var sú háttsemi talin villandi gagnvart neytendum. 

Gamestöðin varð ekki við fyrirmælum Neytendastofu. Þegar málið var tekið upp að nýju kom í ljós að Skífan hafði yfirtekið rekstur Gamestöðvarinnar og beinist þessi ákvörðun því að Skífunni. 

Skífunni var gert að láta af háttseminni innan fjórtán daga að viðlagðri sekt.

Ákvörðun nr. 9/2014 má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA