94% neytenda vilja aðstoð Neytendastofu
Ársskýrsla Neytendastofu er komin út. Í skýrslunni er m.a. að finna niðurstöður úr þjóðmálakönnun Háskóla Íslands þar sem fram kemur að 94% neytenda vilja fá aðstoð Neytendastofu ef þeir eru ósáttir eða lenda í vandræðum í viðskiptum sínum við kaup og sölu á vörum eða þjónustu. Þar kemur einnig fram að 90% neytenda vilja meiri áherslu á neytendavernd. Á árinu 2014 bárust 7817 erindi til Neytendastofu með símtölum, tölvupósti eða rafrænum ábendingum þar að auki um 1000 skrifleg erindi. Mikill fjöldi erinda varðandi neytendalán voru áberandi á árinu svo og mál er varða villandi eða blekkjandi viðskiptahætti. Neytendastofa hefur sent fjölmargar umsagnir til Alþingis til að tryggja að við setningu laga sé ávallt gætt að grunnreglum á sviði neytendaverndar.
Ársskýrslu Neytendastofu má sjá hér.