Fara yfir á efnisvæði

Tölvuskeyti Beiersdorf til viðskiptavina Celsus

19.11.2015

Neytendastofa hefur lokið ákvörðun vegna kvörtunar Celsus hjúkrunar- og heilsuvörur ehf. yfir fullyrðingum í tölvupósti Beiersdorf ehf. til tiltekins hóps viðskiptavina félaganna.

Í tölvupósti Beiersdorf var meðal annars fjallað um auglýsingar Celsus og fullyrt að þær teldust af ýmsum ástæðum ólögmætar og að kvörtun yrði send Neytendastofu vegna þeirra. Því var haldið fram að auglýsingarnar brytu gegn eldri ákvörðun Neytendastofu auk þess sem upplýsingar í þeim um sólarvörn stæðust ekki.

Í ákvörðun Neytendastofu segir að Beiersdorf hafi með ummælum um auglýsingar Celsus í tölvupóstinum til viðskiptavina fyrirtækjanna brotið gegn góðum viðskiptaháttum. Viðskiptahættir Beiersdorf voru því bannaðir.

Ákvörðunina má nálgast hér.
TIL BAKA