Neytendastofa sektar golfverslun fyrir verðmerkingar
12.02.2016
Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á eina golfverslun fyrir verðmerkingar í versluninni. Verðmerkingareftirlit stofnunarinnar fór í golfverslanir á höfuðborgarsvæðinu í nóvember sl. þar sem skoðaðar voru verðmerkingar í verslun auk þess sem verðmerkingar og upplýsingar um fyrirtækið voru skoðaðar á vefsíðum.
Í kjölfar fyrri eftirlitsferðar var þeim fyrirmælum beint til tveggja verslana að koma verðmerkingum í betra horf. Þar sem Golfbúðin, Hafnarfirði, fylgdi ekki fyrirmælum Neytendastofu innan tilskilins frests hefur stofnunin nú lagt 50.000 kr. stjórnvaldssekt á verslunina.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.