Fullyrðingar um virkni Lifewave vara
Neytendastofa barst ábending vegna fullyrðinga á Facebook síðunni Betri heilsa án lyfja um Lifewave vörur. Auk þess var um að ræða fullyrðingar í auglýsingabæklingi á vörunum.
Neytendastofa óskaði eftir sönnunum fyrir fullyrðingum um að vörurnar minnki streituáhrif og bólgur, stuðli að vexti og viðhaldi á öflugu ónæmiskerfi auki orkuflæði líkamans og fitubrennslu. Einnig óskaði stofnunin eftir sönnun fyrir því að þær , leiði til betri svefns, lini verki og sársauka, stuðli að minni matarlyst og dragi úr löngun í sætindi o.fl.
Rekstraraðili síðunnar sendi ekki fullnægjandi sönnunargögn fyrir fullyrðingunum og komst Neytendastofa því að þeirri niðurstöðu að þær væru ósannaðar og veittu rangar upplýsingar um helstu einkenni varanna.
Neytendastofa hefur því bannað rekstraraðila Facebook síðunnar bannað að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti og gert honum að fjarlægja fullyrðingarnar þar sem þær birtast.