Fara yfir á efnisvæði

Drög að leiðbeiningum fyrir seljendur við fjarsölu

25.02.2022

Neytendastofa hefur sett upp drög að leiðbeiningum fyrir seljendur við fjarsölu. Í leiðbeiningunum er fjallað um upplýsingaskyldu seljenda þegar vara eða þjónusta er boðin til sölu t.d. á netinu. Leiðbeiningarnar byggja á ákvæðum laga um neytendasamninga, laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu og laga um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu.

Neytendastofa hvetur seljendur, neytendur og aðra hagaðila til að kynna sér drögin og senda Neytendastofu athugasemdir. Sérstaklega er óskað eftir athugasemdum seljenda sem halda úti sölusíðum á netinu eða selja vöru eða þjónustu með öðrum hætti í fjarsölu.

Þess er óskað að umsagnir berist fyrir 15. mars n.k. á netfangið postur@neytendastofa.is og með efnislínunni Umsögn um leiðbeiningar Neytendastofu.

Drögin má nálgast hér.

TIL BAKA