Fara yfir á efnisvæði

Frávísun Neytendastofu staðfest

10.11.2022

Neytendastofa tók ákvörðun um að ekki væri tilefni til aðgerða vegna notkunar City Bikes ehf. á auðkenninu og vörumerkinu ZOLO.

Zolo og dætur ehf. kærðu ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála sem nú hefur staðfest ákvörðunina. Í úrskurðinum fjallar áfrýjunarnefnd m.a. um að auðkennin séu um sumt lík en nefndin sé sammála því heildarmati Neytendastofu að vegna ólíkrar starfsemi fyrirtækjanna sé ekki hætta á ruglingi milli þeirra.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA