Fara yfir á efnisvæði

Auglýsingar Happyworld á fisflugi bannaðar

05.02.2025

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Happyworld ehf. vegna auglýsinga á fisflugi. Mál Neytendastofu hófst með ábendingu frá Samgöngustofu þar sem tekið var fram að óheimilt væri að fljúga fisi nema til skemmtunar og íþrótta. Þá er einnig óheimilt að fljúga fisi í atvinnuskyni, til flutninga- og verkflugs, sem og til annarra starfa að frátöldu flugi til kennslu, þjálfunar og próftöku. Í umræddri auglýsingu félagsins var hins vegar boðið upp á útsýnisflug með fisi gegn gjaldi sem samkvæmt framangreindu er óheimilt.

Happyworld svaraði ekki ítrekuðum bréfum Neytendastofu.

Neytendastofa bannaði Happyworld að auglýsa útsýnisflug á fisi gegn gjaldi. Með hliðsjón af eðli þeirra auglýsinga sem um ræddi og að félagið braut gegn viðskiptaháttum sem teljast í öllum tilvikum óréttmætir lagði Neytendastofa stjórnvaldsekt að fjárhæð 200.000 kr. á Happyworld.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA