Fara yfir á efnisvæði

Notkun Premium Outlet Center á auðkenninu Gula húsið

25.11.2011

Gula húsið ehf. leitaði til Neytendastofu vegna notkunar Premium Outlet Center ehf. á nafninu Gula húsið. Taldi Gula húsið ehf. að það væri óeðlilegt að fyrirtæki gæti notað nafn annars fyrirtækis í auglýsingum. Slíkt valdi ruglingi og truflun á starfsemi.

Að mati Neytendastofu var notkun á nafninu ekki brot enda ljóst að aðilar málsins eru ekki samkeppni. Taldi Neytendastofa að slíkur ruglingur væri ekki þess eðlis að neytendur kæmu til með að hafa viðskipti við rangan aðila eins og atvik voru í málinu. Skilyrði þess að um brot sé að ræða er að notkunin valdi hættu  á ruglingi á markaði. Að mati Neytendastofu var slík hætta ekki til staðar. Ekki var því ástæða til frekari afskipta Neytendastofu í málinu.

Lesa má ákvörðun Neytendastofu nr. 72/2011 í heild sinni hér

TIL BAKA