Fara yfir á efnisvæði

Áfrýjunarnefnd neytendamála vísar frá kæru Timeout.is sf.

27.09.2006

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur úrskurðað í máli nr. 4/2006, Timeout.is sf. gegn Neytendastofu. Neytendastofa hafði í ákvörðun nr. 3/2006 ekki talið ástæðu til afskipta vegna kvörtunar Timeout.is sf. yfir notkun Netvísis ehf. á léninu timeout.is. Timeout.is sf. undi ekki niðurstöðunni og áfrýjaði henni. Áfrýjunarnefnd vísaði kæru Timeout.is frá nefndinni þar sem kæran barst ekki innan lögboðins fjögurra vikna kærufrests.

Sjá úrskurð áfrýjunarnefndar í máli nr. 4/2006

 

TIL BAKA