Fara yfir á efnisvæði

Firmaheitið og vörumerkið Veiðihornið

06.10.2010

Neytendastofu barst tvíþætt kvörtun frá Bráð ehf. yfir keppinauti félagsins. Annars vegar var kvartað yfir því að keppinauturinn skráði firmaheitið Veiðihornið. Bráð hafði notast við vörumerkið VEIÐIHORNIÐ um árabil þegar keppinautur skráði firmaheitið. Hins vegar kvartaði Bráð yfir vörumerki Veiðihornsins, V-HORNIÐ, sem Bráð taldi til þess fallið að valda ruglingi við vörumerki þess, VEIÐIHORNIÐ.

Á meðan á meðferð málsins stóð tók ríkisskattstjóri þá ákvörðun að fella úr gildi skráningu firmaheitisins Veiðihornið vegna betri réttar Bráðar til vörumerkisins og því var ekki fjallað nánar um það af hálfu Neytendastofu. Veiðihornið breytti nafni félagsins í Útivistar og veiðimiðstöð norðurlands á Akureyri ehf.

Bráð hélt uppi kvörtun vegna notkunar á vörumerki. Í ákvörðun Neytendastofu er um það fjallað að merkin í heild séu mjög ólík, annars vegar sé um að ræða merki með orðinu VEIÐIHORNIÐ og mynd af fugli og fiski og hins vegar sé um að ræða merki með orðinu HORNIÐ og mynd af golfkylfu og veiðistöng, sem mynda n.k. V fyrir framan orðið, og línu úr veiðistönginni sem myndar fisk fyrir miðju orði. Fyrir neðan orðið HORNIÐ stendur „útivist og veiði“.

Þá taldi Neytendastofa að sýnt hafi verið fram á að merki Útivistar og veiðimiðstöð norðurlands á Akureyri væri HORNIÐ en ekki V-HORNIÐ.

Neytendastofa taldi ekki ástæðu til að banna Útivistar og veiðimiðstöð norðurlands á Akureyri notkun á vörumerkinu.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA