Fara yfir á efnisvæði

Matvöruverslanir sektaðar fyrir verðmerkingar

04.05.2010

Neytendastofa hefur sektar tvær matvöruverslunarkeðjur fyrir að fara ekki að tilmælum stofnunarinnar um að bæta verðmerkingar.

Í nóvembermánuði 2009 gerðu starfsmenn Neytendastofu skoðun á verðmerkingum í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Í þeirri skoðun voru m.a. gerðar athugasemdir við verðmerkingar í verslunum Hagkaupa Litlatúni og Holtagörðum og verslun Krónunnar Hvaleyrarbraut. Þeim tilmælum var beint til verslananna að bæta úr verðmerkingum svo ekki þyrfti að koma til frekari aðgerða af hálfu Neytendastofu.

Skoðununum var fylgt eftir í janúar og febrúar 2010 þar sem í ljós kom að áðurnefndar þrjár verslanir höfðu ekki gert fullnægjandi lagfæringar á verðmerkingum sínum og því hefur Neytendastofa nú lagt 350.000 kr. stjórnvaldssekt á Kaupás og 700.000 kr. stjórnvaldssekt á Hagkaup.

Ákvarðanir Neytendastofu nr. 22/2010 og 23/2010 má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA