Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

20.12.2012

Með bréfi, dags. 11. apríl 2012, komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Bónus brytu í bága við lög um viðskiptahætti og markaðssetningu.  Auglýsingarnar voru birtar í kjölfar verðkönnunar ASÍ sem Bónus gerði athugasemdir við en Krónan kom best út úr könnuninni.  Í auglýsingunum kom fram að Bónus væri sem fyrr ódýrasti valkostur fyrir íslensk heimili og fyrir neðan kom fram að Bónus harmaði að ASÍ hafi láðst að taka ódýrasta valkostinn í Bónus.  Neytendstofa taldi auglýsingarnar ósannar, til þess fallnar að vera villandi gagnvart keppinauti og líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun Neytenda.

Með kæru til áfrýjunarnefndar fór Bónus fram á að ákvörðunin væri felld úr gildi en áfrýjunarnefnd Neytendamála taldi ekki ástæðu til þess.

Sjá úrskurð áfrýjunarnefndar í máli nr. 8/2012

TIL BAKA