Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

23.09.2011

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði í máli nr. 13/2011 staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 26/2011. Með ákvörðuninni komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að Kreditkort bryti bæði gegn ákvæðum laga um neytendalán og laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með greiðsludreifingunni. Neytendastofa gerir ekki athugasemdir við að neytendum sé boðið upp á þessa leið en stofnunin telur greiðsludreifinguna vera neytendalán sem gera verður sjálfstæðan skriflegan samning um þar sem fram kæmu allar þær upplýsingar sem lánveitandi á að veita neytanda skv. lögum um neytendalán.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

 

TIL BAKA