Ákvörðun Neytendastofu nr. 27/2008
Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að Hekla hf. hafi brotið gegn ákvæðum 6. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins með fullyrðingu í fjölmiðlum um 12% meðallækkun í tengslum við varanlegar verðlækkanir hjá félaginu.
Neytendastofa taldi Heklu hins vegar ekki hafa brotið gegn ákvæðum laganna með fullyrðingu um allt að 17% verðlækkun, með fullyrðingu um að með verðlækkununum séu verðhækkanir frá áramótum að talsverðu gengnar til baka og með fullyrðingu um að algengasta verðlækkun sé á bilinu 9-11%. Þá telur Neytendastofa ekki hafa verið sýnt fram á að Hekla hafi nýtt sér bágborið efnahagsástand í tilraunum til að blása lífi í sölu nýrra bifreiða.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér