Auglýsingar um OSRAM sparperur bannaðar
30.03.2010
Neytendastofa hefur bannað Jóhanni Ólafssyni & Co að birta auglýsingar með fullyrðingum um að OSRAM sparperur séu umhverfisvænar og auglýsingar þar sem ljósmagn 11W sparperu er borið saman við ljósmagn 60W glóperu.
Neytendastofa gat ekki fallist á að sparperurnar væru umhverfisvænar þar sem þær innihalda kvikasilfur, þó perurnar séu umhverfisvænni en glóperur. Þá taldi Neytendastofa að sýnt hafi verið fram á að nær væri að bera saman 60W glóperu við 15W, en ekki 11W, sparperu.
Ákvörðun nr. 7/2010 má lesa hér.