Fara yfir á efnisvæði

Auglýsingar Griffils og Eymundsonar í lagi

20.09.2013

Neytendastofu barst kvörtun frá Egilsson ehf., sem rekur A4, um fullyrðingu Griffils um „lang, langflest[a] titla á einum stað !!!“ sem birtist á heimasíðu Griffils og fullyrðingar um stærsta skiptibókamarkað landsins sem kemur fram í lesinni sjónvarpsauglýsingu fyrirtækisins. Einnig var kvartað undan fullyrðingum í auglýsingabæklingi Eymundssonar þar sem fram kemur „vinsælustu glósupennarnir“ og „vinsælt fyrir skólann“.

Neytendastofa taldi ekki ástæðu til að gera athugasemdir við fullyrðingarnar í auglýsingabæklingi Eymundssonar þar sem fullyrðingarnar voru almennar og beindust ekki að keppinaut, vöru eða þjónustu keppinautar. Eymundsson breytti fullyrðingunum í bæklingnum í „vinsælustu glósupennarnir í Pennanum Eymundsson“ og „vinsælt val fyrir skólann“, Neytendastofa gerir ekki athugasemdir við nýju fullyrðingarnar.

Neytendastofa taldi jafnframt ekki ástæðu til að gera athugasemdir við fullyrðingar Griffils um lang, langflesta titla á einum stað og stærsta skiptibókamarkað landsins þar sem lögð voru fram gögn sem studdu fullyrðingarnar. Taldi stofnunin ekki vera ástæða til aðgerða.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.   

 

TIL BAKA