Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu
11.05.2011
Í desember 2010 kvartaði Skeljungur við Neytendastofu yfir auglýsingum ÓB með fullyrðingunni „ÓB - besta veðrið“. Við meðferð málsins var birtingu auglýsinganna hætt og með bréfi Neytendastofu í janúar 2011 var tekin sú ákvörðun að aðhafast ekki í málinu af þeim sökum. Skeljungur kærði til áfrýjunarnefndar þá ákvörðun Neytendastofu að taka málið ekki til efnislegrar meðferðar.
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur nú staðfest þá ákvörðun Neytendastofu að ekki sé ástæða til frekari aðgerða að svo stöddu.
Úrskurð áfrýjunarnefndar í máli nr. 3/2011 má lesa hér.