Samanburður Allianz á viðbótarlífeyrissparnaði villandi og ósanngjarn
Sparnaður kvartaði til Neytendastofu yfir samanburði Allianz á kostnaði og ávinningi af viðbótarlífeyrissparnaði Allianz og Sparnaðar. Athugasemdir Sparnaðar voru þó nokkrar og snéru bæði að framsetningu samanburðarins sem og útreikningum.
Neytendastofa féllst að mörgu leyti á athugasemdir Sparnaðar og taldi upplýsingar með samanburðinum villandi fyrir neytendur því ekki var gerð sérstaklega grein fyrir því að hrun íslensku krónunnar árið 2008 hafi áhrif á áætlun ávöxtunar í framtíðinni. Stofnunin taldi samanburðinn einnig ósanngjarnan gagnvart Sparnaði af því að ekki var gerð grein fyrir kostnaðarforsendum samhliða ávöxtunarforsendum og í útreikningunum var lokaarður Allianz hafður með en ekki lokaarður Sparnaðar. Þá taldi Neytendastofa það bæði villandi gagnvart neytendum og ósanngjarnt gagnvart keppinautum að ávöxtun væri reiknuð á sparnaðinn áður en kostnaður hafði verið dreginn frá og að útreikningar fyrir umsýslukostnað Allianz væru ekki í samræmi við skilmála þjónustunnar.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.