Ákvörðun Neytendastofu skal tekin til nýrrar meðferðar
12.05.2011
Skeljungur kvartaði til Neytendastofu í desember 2010 yfir framsetningu Olís á bensínafgreiðslustöðvum ÓB og Olís á Selfossi. Með bréfi í janúar 2011 tók Neytendastofa þá ákvörðun að framsetningin væri ekki villandi eða brot á lögum nr. 57/2005. Skeljungur kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála.
Við meðferð málsins hjá áfrýjunarnefnd kom fram að ákvörðun Neytendastofu væri að hluta til byggð á röngum staðreyndum og því vísaði áfrýjunarnefndin málinu aftur til Neytendastofu til nýrrar meðferðar.
Úrskurð áfrýjunarnefndar í máli nr. 4/2011 má lesa hér.