Ákvörðun Neytendastofu staðfest að hluta
12.11.2012
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði í máli nr. 7/2012 staðfest að hluta ákvörðun Neytendastofu nr. 14/2012.
Adakris UAB kvartaða yfir því að fyrrverandi starfsmaður félagsins hafi veitt upplýsingar til viðskiptaaðila eða hagnýtt sér sjálfur atvinnuleyndarmál félagsins. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að starfsmaðurinn hafi brotið gegn ákvæðum laga um viðskiptahætti og markaðssetningu með samskiptum sínum við viðskiptaaðila Adakris. Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti þann hluta ákvörðunarinnar sem snéri að veitingu upplýsinga í einum tilteknum tölvupósti en felldi úr gildi ákvörðun vegna annarra samskipta.
Úrskurð áfrýjunarnefndar má lesa hér.