Neytendastofa bannar auglýsingar Wilson's
04.05.2009
Neytendastofa hefur bannað auglýsingar Wilson's þar sem því er haldið fram að Wilson's séu bestir og ódýrastir.
Wilson's byggði fullyrðingarnar á könnun dagblaðsins DV, frá febrúar 2008, og símaverðkönnun framkvæmdri af Wilson's. Fyrirtæki verða að geta sannað allar fullyrðingar sem fram koma í auglýsingum og hefur Neytendastofa lagt ríka skyldu á fyrirtæki að sanna fullyrðingar í efsta stigi lýsingarorðs. Að mati Neytendastofu voru sannanir Wilson's ekki fullnægjandi og því hefur stofnunin bannað birtingu auglýsinganna.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér