Fara yfir á efnisvæði

Must Visit Iceland ehf. heimilt að nota auðkennið ICE LAGOON

14.03.2013

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að banna ekki notkun Must Visit Iceland ehf. á auðkenninu ICE LAGOON. Stofnuninni barst kvörtun frá Jökulsárlóni ehf. þar sem félagið taldi sig eiga einkarétt á auðkenninu og því væri Must Visit Iceland ehf. bannað að nota það.
 
Í ákvörðuninni er um það fjallað að þó almenna heitið fyrir Jökulsárlón sé „Glacier lagoon“ þá sé orðasambandið „ice lagoon“ mjög lýsandi fyrir lón sem er fullt af ís. Jökulsárlón ehf. geti þess vegna ekki notið einkaréttar á orðasambandinu eða bannað öðrum að nota það.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA