Fara yfir á efnisvæði

Fullyrðing Jafnréttishús um túlkaþjónustu ósanngjörn

02.07.2012

Alþjóðasetur kvartaði til Neytendastofu yfir dreifibréfi Jafnréttishúss um túlkaþjónustu. Athugasemdir voru gerðar við notkun orðsins „þjónustusamningur“ og fullyrðingu um að keppinautar Jafnréttishúss innheimtu fyrir útkall án fyrirvara væri pantað með sólarhrings fyrirvara eða minna. Alþjóðahús leggi einungis álag á túlkaþjónustuna ef pantað sé með minna en 2 klst. fyrirvara og því sé fullyrðingin röng og ósanngjörn.

Neytendastofa sá ekki ástæðu til að gera athugasemdir við notkun orðsins þjónustusamningur í dreifibréfinu en taldi sýnt fram á að fullyrðing Jafnréttishúss um álag á túlkaþjónustu hjá keppinautum væri röng. Því væri fullyrðingin villandi, ósanngjörn gagnvart keppinautum og til þess fallin að raska samkeppni og skaða keppinauta.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA