Kvörtun Arion banka vegna upplýsinga á vefsíðu Sparnaðar
Neytendastofu barst kvörtun frá Arion banka þar sem gerðar voru athugasemdir við upplýsingar á vefsíðu Sparnaðar um viðbótarlífeyrissparnað. Kvörtunin var í sex liðum þar sem kvartað var yfir fullyrðingum um stöðuga ávöxtun, fullyrðingum um fjárfestingarstefnu félagsins, tilgreiningu lágmarksávöxtunar, umfjöllun um ævilangan lífeyri, fullyrðingu um öryggi fjárfestinga og umfjöllun um fjármagnstekjuskatt.
Af hálfu Sparnaðar var því hafnað að fullyrðingarnar brytu gegn ákvæðum laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.
Neytendastofa taldi upplýsingarnar á vefsíðu Sparnaðar í flestum tilvikum í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2005 en stofnunin taldi þó að félagið hafi brotið gegn lögunum með því að tilgreina ekki með nægilega skýrum hætti, samhliða umfjöllun um öryggi ávöxtunarinnar, að með því væri átt við ávöxtun í evrum.
Ákvörðun nr. 53/2010 má lesa í heild sinni hér.