Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu
17.07.2006
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur úrskurðað í máli nr. 2/2006, kæra Iceland Excursion Allrahanda ehf. á ákvörðun Neytendastofu um að kærandi hafi með fullyrðingunum „best prices" og „better tours – better prices" brotið gegn ákvæðum 6. og 7. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Áfrýjunarnefndin staðfesti ákvörðun Neytendastofu.
Sjá úrskurð áfrýjunarnefndar í máli nr. 2/2006