Fara yfir á efnisvæði

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu að hluta.

08.07.2008

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði nr. 3/2008 staðfest að hluta ákvörðun Neytendastofu nr. 8/2008. Brimborg kvartaða yfir auglýsingu Sparibíls á Volvo bifreið sem og fullyrðingum á vefsíðu Sparibíls. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að fullyrðingar í auglýsingu Sparibíls hafi brotið gegn ákvæðum 6. og 7. gr. laga nr. 57/2005. Þá hafi fullyrðingar á vefsíðu Sparibíls brotið gegn ákvæðum 5., 6. og 7. gr. sömu laga. Áfrýjunarnefnd neytendamála taldi Sparibíl ekki hafa brotið gegn ákvæði 5. gr. laganna með því að bjóða kaupendum bifreiðatryggingu gegn sérstöku gjaldi.

Sjá úrskurð áfrýjunarnefndar neytendamála nr. 3/2008

TIL BAKA