Neytendastofa sektar Toys"R"Us
Neytendastofa hefur með ákvörðun sinni lagt 500.000- kr. stjórnvaldssekt á Toys"R"Us fyrir brota á útsölureglum.
Neytendastofa fór fram á að Toys"R"Us færði sönnur á að valdar vörur úr tveimur auglýsingabæklingum hafi verið seldar á því verði sem tilgreint var sem fyrra verð. Stofnunin fór einnig fram á skýringar Toys"R"Us fyrir því að nýjar vörur voru auglýstar á tilboði. Auk þess voru gerðar athugasemdir við að gildistími jólabæklingsins, og þ.m.t. tilboðanna í honum, var lengri í sex vikur.
Samkvæmt reglum um útsölur eða lækkað verð verða fyrirtæki m.a. að geta sannað að sú vara sem auglýst er á lækkuðu verði hafi verið seld á uppgefnu „fyrra verði“. Einnig eru sett tímamörk við það að útsalan eða tilboðið geti ekki varað lengur en í sex vikur, því að sex viknum liðnum er hið lækkaða verð orðið að venjulegu verði.
Neytendastofu bárust engin svör frá Toys"R"Us þrátt fyrir ítrekuð bréf stofnunarinnar og því hefur Toys"R"Us ekki sýnt fram á að vörurnar hafi verið seldar á fyrra verði eins og lög og reglur gera ráð fyrir.
Vegna fjölda og umfangs brotanna taldi Neytendastofa nauðsynlegt að sekta Toys"R"Us eins og áður hefur komið fram.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.