Fara yfir á efnisvæði

Markaðssetning Símans á Netvara ekki villandi

12.03.2012

Vodafone kvartaði til Neytendastofu vegna markaðssetningar Símans á svonefndum Netvara Símans. Í auglýsingu Símans kom fram að Netvarinn fengist einungis hjá Símanum. Taldi Vodafone að auglýsing Símans væru til þess fallnar að blekkja neytendur þar sem hún fæli í sér að sambærileg þjónusta fengist hvergi annars staðar.

Neytendastofa taldi Símann hafa sýnt fram á að þjónustan sem auðkennd væri sem Netvarinn fengist eingöngu hjá Símanum. Þó svo að bæði fyrirtækin Síminn og Vodafone bjóði upp á nettálma þá sé þjónustan ekki sú sama, þeir byggja ekki á sama forritinu og hafa mismunandi læsingaflokka auk þess sem nöfnin eru ólík

Að mati Neytendastofu er orðið  Netvarinn væri ekki svo almennt heiti að það gæfi til kynna að sambærileg þjónusta fengist hvergi annars staðar á íslenskum markaði. Neytendastofa taldi því ekki ástæðu til aðgerða af hálfu stofnunarinnar í málinu.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA