Ákvörðun Neytendastofu skal tekin til nýrrar meðferðar
Kvartað var til Neytendastofu vegna meintu broti Miðlunar ehf. á ákvæðum laga um húsgöngu og fjarsölusamninga sem kveða á um bann við notkun á tilteknum fjarskiptaaðferðum. Með bréfi, dags. 6. september 2012, tók Neytendastofa þá ákvörðun að ekki væri ástæða til aðgerða af hálfu stofnunarinnar. Sú niðurstaða stofnunarinnar var kærð til áfrýjunarnefndar neytendamála þar sem farið var fram á að sú kærða ákvörðun væri felld úr gildi.
Með úrskurði nr. 15/2012 komst áfrýjunarnefndin að þeirri niðurstöðu að Neytendastofa þyrfti að afla frekari gagna varðandi tiltekin atriði sem m.a. komu fram undir rekstri málsins hjá nefndinni. Málinu var því vísað til nýrrar meðferðar hjá Neytendastofu.
Úrskurð áfrýjunarnefndar í máli 15/2012 má lesa hér.