Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu vegna ummæla stjórnarformanns Sparnaðar ehf

29.03.2010

Í fréttatilkynningu frá Sparnaði ehf., sem birt var þann 1. apríl 2009, var um það fjallað að KB Ráðgjöf og Landsbankinn hafi orðið uppvís að ólögmætu atferli við sölu viðbótarlífeyrissparnaðar og að Sparnaður hafi sent kvörtun til Neytendastofu vegna viðskiptahátta félaganna.
KB Ráðgjöf kvartaði til Neytendastofu yfir ummælunum og hefur Neytendastofa nú tekið ákvörðun þess efnis að með fullyrðingum í fréttatilkynningunni hafi Sparnaður brotið gegn lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu. Neytendastofa taldi fullyrðingar í fréttatilkynningunni óvarlegar þar sem fullyrt var með afgerandi hætti að um lögbrot væri að ræða þó Neytendastofa hafði ekki fjallað um viðskiptahætti KB Ráðgjafar og Landsbankans. Þá taldi Neytendastofa einnig óheppilegt að fréttatilkynningin væri birt áður en kvörtun Sparnaðar var send Neytendastofu til umfjöllunar.

Ákvörðun nr. 6/2010 má lesa hér.

TIL BAKA