Fara yfir á efnisvæði

Notkun Raftækjaverslunar Kópavogs á heitinu Rafkó ekki villandi

09.03.2012

Rafco ehf. kvartaði til Neytendastofu vegna notkunar Raftækjaverslunar Kópavogs ehf. á heitinu Rafkó. Taldi Rafco að notkunin gæti valdið ruglingi við vörumerki sitt.

Neytendastofa taldi heitin ekki almenn og hvort á sinn hátt, lýsandi fyrir starfsemi aðilanna. Taldi Neytendastofa ljóst að annars vegar væri um að ræða rafvirkjunarfyrirtæki og hins vegar netverslun með raftæki og tölvubúnað. Að mati Neytendastofu teldust fyrirtækin því ekki keppinautar, þau störfuðu ekki á sama markaði og að markhópar þeirra væru ólíkir. Starfsemin væri svo ólík að engin hætta væri á að neytendur teldu tengsl vera á milli fyrirtækjanna.

Neytendastofa taldi því ekki ástæðu til að banna notkun Raftækjaverslunar Kópavogs á heitinu Rafkó.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA