Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu
28.08.2009
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurðum sínum nr. 6/2009 staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 3/2009.
Með ákvörðun nr. 3/2009 bannaði Neytendastofa Eggerti Kristjánssyni hf. sem rekur Íslenskt Meðlæti hf. notkun umbúða utan um grænmeti. Að mati Neytendastofu er gefið í skyn á umbúðunum að uppruni grænmetisins sé íslenskur sem er ekki rétt. Með notkun umbúðanna hafi Eggert Kristjánsson hf. brotið gegn ákvæðum 5. gr., 2. mgr. 9. gr. og 14. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.
Sjá úrskurð áfrýjunarnefndar neytendamála nr. 6/2009