Ákvörðun vegna auglýsinga Póstdreifingar
Íslandspóstur kvartaði yfir auglýsingu Póstdreifingar þar sem fram kom að fyrirtækið sæi um að koma bæklingi um þjóðaratkvæðagreiðslu inn á hvert heimili á landinu. Að mati Íslandspóst mátti skilja auglýsinguna þannig að Póstdreifing dreifi bæklingnum inn á öll heimili í landinu og að dreifikerfi Póstdreifingar sé svo víðtækt að það nái um allt landi. Hið rétta væri að Póstdreifing dreifi bæklingnum á höfuðborgarsvæðinu en miðli svo dreifingunni á landsbyggðinni til Íslandspósts þar sem dreifikerfi Póstdreifingar sé ekki jafn víðtækt. Póstdreifing mótmælti þessum skilningi og taldi auglýsinguna ekki fela í sér lýsingu á dreifikerfi fyrirtækisins.
Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að ekkert í auglýsingunni gæfi í skyn að Póstdreifing myndi annast allan útburð bæklingsins heldur einungis að hann komist inn á heimili allra landsmanna með þeirra dreifikerfi og annarra. Taldi stofnunin því ekki ástæðu til aðgerða í málinu.
Ákvörðun Neytendasotfu nr. 8/2013 má lesa í heild sinni hér.